Uncategorized
Framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo 2022
Það er okkur mikil hvatning og heiður að fá viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki árið 2022. Þetta er sjötta árið í röð sem við erum í hópi fraumúrskarandi fyrirtækja á Íslandi. Þorsteinn og Kári tóku á móti viðurkenningunni nú í október.
Lokað 29. júlí 2022
Söluskrifstofu okkar og vöruhúsi verður lokað föstudaginn 29. júlí og opnum aftur 2. ágúst. Við vonum að allir njóti helgarinnar og fari varlega á ferðalögum og við hátíðarhöld. Sjáumst hress aftur eftir helgi!
Opnunartími um jól og áramót
23. desember – opið 8-13 24. desember – LOKAÐ 27. desember – opið 8-17 28. desember opið 8-17 29. desember – opið 8-17 30. desember – opið 8-16 31. desember – LOKAÐ 3. janúar – opið 8-17
Ný heimasíða
Við tökum í notkun nýja heimasíðu þar sem við höfum bætt aðgengi að vörulista og nú er hægt að senda okkur fyrirspurn um viðkomandi vöru og magn og í framhaldi svörum við þér um hæl! Á næstu vikum munum við bæta við upplýsingum á síðuna okkar og markmiðið er að viðskiptavinir geti fundið bæði vörur …
Bleikur október
Síðustu ár hefur skapast hefð fyrir því að októbermánuður hefur verið kallaður bleikur mánuður en bleiki liturinn er tilkomin vegna átaksins Bleika slaufan. Bleika slaufan er átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Þann 15. október 2021 er Bleiki dagurinn og hvetjum við alla til að taka þátt í verkefninu og styðja mikilvægt málefni.
Við fögnum 50 ára afmæli
Það var 12. Maí 1970 sem Guðmundur Arason hóf starfsemi á innflutningi á járni og stáli, því fögnum við 50 ára afmæli í dag. Það var 12. Maí 1970 sem Guðmundur Arason hóf starfsemi á innflutningi á járni og stáli, því fögnum við 50 ára afmæli í dag. Í fyrstu hét fyrirtækið Guðmundur Arason heildverslun …
Vegna aðstæðna biðjum við viðskiptavini að takmarka heimsóknir til okkar eins og kostur er
Undir venjulegum kringumstæðum fögnum við öllum sem koma til okkar, en þar sem aðstæður eru ekki venjulegar þessa dagana langar okkur að biðja þá sem kost hafa á því að hringja til okkar eða senda tölvupóst á meðan neyðarstigi vegna Covid-19 er í gildi.Við látum svo vita þegar pöntunin er klár og minnum á að …