Bleikur október

Síðustu ár hefur skapast hefð fyrir því að októbermánuður hefur verið kallaður bleikur mánuður en bleiki liturinn er tilkomin vegna átaksins Bleika slaufan. Bleika slaufan er átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Þann 15. október 2021 er Bleiki dagurinn og hvetjum við alla til að taka þátt í verkefninu og styðja mikilvægt málefni.