PERSÓNUVERNDARSTEFNA
Persónuverndarstefna Guðmundar Arasonar ehf
Persónuvernd og öryggi því tengt er lykilatriði í starfsemi Guðmundar Arasonar ehf.
Stefna fyrirtækisins er eftirfarandi:
- Fyrirtækið leggur áherslu á öryggi persónuupplýsinga starfsmanna og viðskiptavina.
- Farið verður með allar persónuupplýsingar í samræmi við lög og reglur um persónuvernd og úrvinnslu persónuupplýsinga.
- Lögð er áhersla á að vinnsla á persónugreinanlegum upplýsingum sé takmörkuð að því marki að hægt sé að veita þá þjónustu sem félaginu ber að veita og er treyst fyrir.
- Öll vinnsla upplýsinga er gerð á löglegan og ábyrgan hátt.
- Fyrirtækið varðveitir persónuupplýsingar um sína viðskiptamenn í eðlilegu samhengi og með tilliti til réttarsamband aðila. Sem dæmi um viðskiptaupplýsingar eru t.d. nafn, heimilisfang, kennitala, símanúmer og netfang, viðskiptasaga, verkefni, reiknings-og bókhaldsupplýsingar. Aðeins er unnið með nauðsynlegar upplýsingar.
- Guðmundur Arason ehf ábyrgist að nota aðeins persónuupplýsingar í lögmætum tilgangi þannig að starfsmenn og viðpskiptamenn séu eigendur að sínum persónuupplýsingum og hafi einir aðgang að að þeim ásamt starfsfólki Guðmundar Arasonar ehf.
- Fyrirtækið ábyrgist einnig að upplýsingar um viðskiptamenn og forsvarsmenn viðaskiptamanna verði varðveittar í allt að fjórum árum frá lokum viðskiptasambands. Falli upplýsingar undir bókhaldslög eru þær varðveittar í allt að sjö ár frá lokum viðkomandi reikningsárs.
- Leitast verður við að tryggja réttindi hins skráða hjá fyrirtækinu. Með því er m.a. átt við þann rétt einstaklings að fá að leiðrétta eða breyta upplýsingum um sig, fá afrit af þeim upplýsingum sem skráðar eru og fá upplýsingum eytt þegar þessi réttindi eiga við. Í sumum tilfellum kann fyrirtækinu að vera óheimilt að verða við beiðni um eyðingu persónuupplýsinga t.d. þegar lagaskylda kveður á um skráningu þeirra.
- Guðmundur Arason ehf skuldbindur sig til þess að afhenda ekki persónuupplýsingar starfsmanna eða viðskiptamanna fyrirtækisins til þriðja aðila nema fyrirtækinu sé það skylt samkvæmt lögum eða skriflegri beiðni aðila. Upplýsingum kann þó að vera miðlað til innheimtuaðila vegna innheimtuskulda eða til annarra þriðju aðila s.s. utanaðkomandi ráðgjafa eða verktaka t.d. í tengslum við ráðgjöf og endurskoðun.
- Tölfræðilegar samantektir upplýsinga eru ávallt ópersónugreinanlegar og eingöngu notaðað í þeim tilgangi að bæta þjónustu.
- Að því marki er lög heimila ber Guðmundur Arason ehf enga skaðabótaskyldu vegna atvika er upp kunna að koma vegna þess hvernig þjónustan er notuð eða útveguð nema ef hægt er að rekja slík atvik til stórfelldrar vanrækslu eða misferlis að hálfu fyrirtækisins.
- Bókhaldsgögn fyrirtækisins eru vistuð í samræmi við öryggiskröfur persónuverndarlaganna og laga um færslu bókhalds og varðveislu þess. Geymsla og vistun slíkra upplýsinga miðast við lög þess efnis.
- Persónuverndarstefna fyrirtækisins fellur undir íslensk lög. Leysa skal úr ágreiningi sem kann að rísa í tengslum við persónuverndarstefnuna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur ef ekki er hægt að leya úr honum á anna hátt.
- Guðmunduir Arason áskilur sér rétt til að breyta og uppfæra persónuverndarstefnu þessa hvenær sem er. Upplýsingar um slíkar breytingar verða birtar á heimasíðu fyrirtækisins.
- Samþykkt af stjórn Guðmundar Arasonar ehf í júlí 2018