Nýtt tölvukerfi og hægari afgreiðsla 29.apríl-3.maí

Kæru viðskiptavinir

Þessa dagana er unnið að nýju tölvukerfi sem stefnt er á að taka í notkun núna um mánaðarmótin. Sökum þess verður hægari afgreiðsla næstu daga. Fimmtudaginn 2. maí verður algjör lágmarks þjónusta hjá okkur þar sem vörutalning fer fram. Lokað verður föstudaginn 3. maí en við opnum aftur 6. maí eins og venjulega.

Við viljum biðjast afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og vonum að þið sýnið okkur skilning meðan á þessu stendur.  

Starfsfólk GA Smíðajárn