uM FYRIRTÆKIÐ
Guðmundur Arason ehf. eða GA Smíðajárn, er fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í innflutningi og sölu á járni og stáli og tengdri þjónustu við kaupendur. GA Smíðajárn er í dag stærsti innflytjandi á járni og stáli á landinu og hefur áratuga reynslu á því sviði. Starfsstöðvar Guðmundar Arasonar ehf. eru tvær; höfuðstöðvar fyrirtækisins eru Íshellu 10, Hafnarfirði og er þar lager af ryðfríu, ál og plast. Í Rauðhellu 2, Hafnarfirði er lager fyrirtækisins með svart og grunnað efni.
Guðmundur Arason stofnaði fyrirtækið árið 1970, en Guðmundur var lærður járnsmiður og hafði átt og rekið Borgarsmiðjuna frá árinu 1960. Hann byrjaði að flytja inn járn og stál til nota í eigin rekstur, en fljótlega fóru menn að leita til hans vegna efniskaupa. Innflutningurinn varð sífellt stærri hluti rekstrarins, uns Guðmundur hætti með vélsmiðjuna og snéri sér eingöngu að innflutningi og sölu járns og stáls.
Fyrirtækið er í dag rekið af fjölskyldu Guðmundar og leggur enn megináherslu á persónulega og góða þjónustu og heiðarlega viðskiptahætti.
Hjá GA Smíðajárni starfa að jafnaði 30 starfsmenn. Allir lykilmenn fyrirtækisins hafa verið hluti af liðsheildinni í fjölda ára. Þetta einvalalið býr yfir mikilli reynslu og þekkingu sem viðskiptavinir fyrirtækisins njóta góðs af.
Stofnandinn Guðmundur Arason fyrir framan höfuðstöðvar fyrirtækissins í Skútuvogi á byggingartíma hússins.