Skilmálar

1. Gildissvið skilmála

1. Allar vörur og þjónusta sem keypt er af Guðmundi Arasyni ehf falla undir þessa skilmála. Félagið áskilur sér rétt á að breyta skilmálum án fyrirvara. Með skilmálum þessum falla eldri skilmálar úr gildi.

2. Sérstakir samningar við viðskiptavini umfram almenna viðskiptaskilmála eru undanskildir viðskiptaskilmálum þessum en skulu þeir skilmálar verið undirritaðir af prófkúruhafa í votta viðurvistar til að teljast undanskildir.

3. Skilmálar þessir byggja á lögum 50/2000 og 75/1997 og breytingar á þeim eru framar en skilmálar þessir.

2. Pantanir og tilboð

1. Við staðfestingu tilboðs er kominn samningur þar sem vara, þjónusta, verð og afhendingartími er skilgreindur. Verð er háð breytingum á gengi, frakt og heimsmarkaðsverði á hráefnum frá tilboðsdegi.

2. Gefi Guðmundur Arason ehf viðskiptavin tilboð gildir tilboðið almennt í 7 daga nema sérstaklega er um samið og skal þá vera skráð á tilboðsblað.

3. Verð og eignaréttur seljanda á vöru

1. Öll verð sem viðskiptavini er gefið er grunnverð og er tilgreint á tilboði, öll verð eru án vsk í hverri vörulínu. Verðlisti getur breyst án fyrirvara.

2. Staðgreiða skal vöru og þjónustu nema annað sé umsamið og sótt er um reikningsviðskipti sbr. 6. grein.  

3. Kaupandi veitir Guðmundi Arasyni ehf söluveð í hinu keypta sbr. 42. gr laga nr. 75/1997 um samningsveð;

Veðréttur nær til allra þeirra hluta sem greindir eru í samningi/reikningi þar til reikningur er að fullu greiddur ásamt vöxtum og kostnaði eftir atvikum. Kaupandi má hvorki selja, veðsetja hið keypta, breyta eða skeyta við aðra vöru nema með samþykki Guðmundar Arasonar ehf. Ef vanskil verða á greiðslu vegna krafna sem hið veðsetta nær til getur Guðmundur Arason leitað fullnustu kröfu sinnar og sótt hið veðsetta.

4. Afhending á vöru, trygginga og vöruskil

1. Við móttöku vöru skal framvísa kvittun um greiðslu vöru nema um reikningsviðskipti sé að ræða.

2. Guðmundur Arason ehf tryggir ekki vöru eftir afhendingu í vöruhúsi eða á umsömdum afhendingarstað sem tilgreindur hefur verið í tilboði eða reikningi.

3. Viðskiptavinur getur skilað vöru í upprunarlegu ástandi 15 dögum eftir viðskipti nema þegar er um að ræða sérvöru/sérpöntun og/eða ef vara hefur verið söguð eða unnin sérstaklega fyrir viðskiptavin. Vöru fæst aðeins skilað gegn framvísun reiknings.

4. Við sögun eru nákvæmnismörk -/+ 3 mm.

5. Ef um sérpöntun er að ræða getur viðskiptavinur ekki afturkallað kaup nema greiða það tjón sem hann skapar fyrir s.s. kostnaði vöru, geymslugjald, aðflutningsgjöld o.s.frv.   

​5. Ábyrgð á vöru, takmörkun ábyrgðar

1.Guðmundur Arasona ehf útvegar nýja vöru í stað þeirrar sem sannarlega var gölluð. Ábyrgð nær þó aldrei hærri fjárhæð en viðskiptamaður greiddi fyrir vöruna í upphafi. Guðmundur Arason ehf tekur ekki ábyrgð á viðgerð eða ábyrgð á afleiddu tjóni. Vísað er til laga um lausafjárkaup nr 50/2000 um ábyrgðartíma.

2. Þegar vöru hefur verið skilað á umsömdum afhendingarstað að beiðni kaupanda fellur ábyrgð fyritækisins niður og ber því ekki ábyrgð ef varan verði fyrir tjóni á þeim stað eða valdi tjóni gangvart þriðja aðila. Bótaábyrgð flyst því til kaupanda á þeim stað sem varan er afhent á umsömdum tíma sem tilgreindur er í tilboði eða reikningi.

2.1. Ef viðskiptavinur sækir ekki vöru í vöruhús eða á afhendingarstað á tilsettum tíma leggst á geymslugjald sem miðast við verðskrá þess tíma. Geymslugjaldið leggst á 3 virkum dögum eftir að varan er tilbúinn til afhendingar. Skilaréttur miðast við afhendingardag og nær einnig til skoðunarskyldu kaupanda á vörunni.

3. Guðmundur Arason ehf leggur áherslu á að viðskiptavinir skoði vöru við móttöku, kynnir sér gæði og uppruna vöru áður eins og kostur er. Ef nota á vöru í endursölu eða smíða á hlut til þriðja aðila skal kaupandi yfirfara vel og með móttöku vöru samþykkir viðkomandi gæði og ástand hennar. Tjón sem koma við smíði eða galla sem sannarlega hefði mátt koma auga á við afhendingu eru ekki bætt. Skal tilkynna um galla eins fljótt og minnsti grunur leikur um slíkt á efni frá Guðmundi Arasyni ehf.

4. Viðskiptamenn geta ekki sótt skaðabætur, þegar vanefndir orsakast af óviðráðanlegum atvikum (e. Force Majeure) s.s. styrjöldum, uppreisn, heimsvá, náttúruhamförum, viðskiptahömlum af pólitískum toga, gjaldeyrishöftum og samgögnuhindrunum svo eitthvað sé talið.

 

6. Reikningsviðskipti

1. Óski viðskiptamaður eftir reikningsviðskiptum skal viðkomandi senda eftirfarandi upplýsingar með rafrænum hætti á bokhald@ga.is ; firmaheiti, heimilsfang, síma, netfang, stjórn félags og upprunarlega eigenda/ur.

2. Atriði sem þarf að uppfylla til að geta stofnað til reikningsviðskipta;

2.1.   Stuðst er við lánshæfismat CIP hjá Creditinfo til hliðsjónar um mat til reikningsviðskipta, félög sem hafa lakari lánshæfismat en 5 geta ekki stofnað til reikningsviðskipta en bent er á kreditkort/fyrirtækjakort sem geta gefið allt að 40 daga gjaldsfrest.

2.2.  Viðskiptamaður og/eða forsvarsmaður fyrirtækis sé ekki á vanskilaskrá

3. Viðskiptaaðili ber ábyrgð á að tilkynna hverjum er heimilt að taka út vöru í nafni sínu og stofna til skuldbindinga á hverjum tíma.

4. Reikningar eru sendir í upphafi hvers mánaðar og er eindagi 15. hvers mánaðar eða þeim virkum degi ef sá 15. ber upp á rauðum degi í samkv. almanaki.  

5. Komi til vanskila áskilur Guðmundur Arason ehf rétt til að breyta viðskiptakjörum og/eða greiðslufrest án fyrirvara eða með sérstakri tilkynningu án þess þó að litið sé á sem uppsögn viðskipta.