Það var 12. Maí 1970 sem Guðmundur Arason hóf starfsemi á innflutningi á járni og stáli, því fögnum við 50 ára afmæli í dag.
Það var 12. Maí 1970 sem Guðmundur Arason hóf starfsemi á innflutningi á járni og stáli, því fögnum við 50 ára afmæli í dag. Í fyrstu hét fyrirtækið Guðmundur Arason heildverslun en síðar Guðmundur Arason ehf. Fyrirtækið er rekið innan sömu fjölskyldu og í upphafi en Anna, dóttir Guðmundar Arasonar stofnanda fyrirtækisins sér nú um rekstur þess. Við þökkum viðskiptavinum fyrir árin 50 og stefnum ótrauð inní framtíðina með sömu gildi og þjónustu eins og við höfum haft í hálfa öld.
Nú í vetur var starfsemin flutt úr Skútuvogi 4 og er nú fyrirtækið staðsett í Hafnarfirði; Rauðhellu 2 og Íshellu 10. Á þessum Covid tímum getum við því miður ekki boðið viðskiptavinum til afmælisfagnaðar þar sem fjöldatakmörkun er við líð. Við horfum til betri tíðar og vonandi getum við boðið viðskiptavinum og birgjum að samgleðjast okkur síðar.
Takk fyrir samleiðina öll þessi ár og við höldum áfram að hafa viðskiptavini að leiðarljósi í okkar rekstri.