Guðmundur Arason ehf. hlaut viðurkenningu jafnvægisvogar, hreyfiaflsverkefnis FKA 2019

Skrifað þann: 7. Nóvember 2019
jafnvaegisvog1

Anna Jóhanna Guðmundsdóttir forstjóri GA smíðajárns skrifaði fyrir ári síðan undir viljayfirlýsingu jafnvægisvogarinnar um að fyrirtækið myndi leitast við að auka vægi kvenna í stjórnendastöðum.

Fyrirtækið réðst í þetta verkefni í þeirri von að vera fyrirmynd og hvatning til kvenna. Er GA smíðajárn var stofnað árið 1970 störfuðu eingöngu karlmenn við fyrirtækið enda stofnað á grunni járnsmíðaverkstæðis.

Í dag er kona æðsti stjórnandi fyritækisins.

Við þökkum FKA fyrir þessa viðurkenningu sem vonandi reynist konum hvatning til að láta til sín taka í stjórnendastöðum og hafa áhrif til framtíðar.