Eiður Arnar færir sig til Akureyrar

Skrifað þann: 4. Október 2019
gulli-starfslok-2

Eiður Arnar Pálmason færði Gunnlaugi Sverrissyni blóm og köku í tilefni af starfslokum hans á söluskrifstofu Guðmundar Arasonar ehf á Akureyri.
Gunnlaugi eru þökkuð frábær störf fyrir félagið og honum óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Eiður Arnar hefur nú flutt sig úr Hafnarfirðinum og til Akureyrar. Hann mun áfram sinna störfum sölustjóra  á ryðfríustáli, áli og plasti auk almennra sölumannsstarfa.
Við óskum honum velfarnaðar á sínum gömlu heimaslóðum .