Guðmundur Arason ehf er fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri
Viðskiptablaðið og Keldan eru nú í samtarfi um val á fyrirmyndarfyrirtækjum í rekstri. Í heildina komast ríflega 850 fyrirtæki á listann eða um 2% fyrirtækja landsins og er fyrirtækið okkar Guðmundur Arason ehf meðal þeirra fyrirtækja sem fá þessa viðurkenningu.   
Persónuvernd og öryggi því tengt er lykilatriði í starfsemi Guðmundar Arasonar ehf. Stefna fyrirtækisins er eftirfarandi: Fyrirtækið leggur áherslu á öryggi persónuupplýsinga starfsmanna og viðskiptavina. Farið verður með allar persónuupplýsingar í samræmi við lög og reglur um persónuvernd og úrvinnslu persónuupplýsinga.  

Lokum 14:00 föstudaginn 22.júní

 • Skrifað : 06 19, 2018
Lokum á föstudaginn klukkan 14:00 vegna landsleiks Íslands og Nígeríu ÁFRAM ÍSLAND
Uppbygging í Hafnarfirði

Uppbygging í Hafnarfirði

 • Skrifað : 05 03, 2018
Nú standa yfir framkvæmdir í útibúinu okkar í Hafnarfirði en til stendur að reisa 500 fermetra viðbyggingu við húsnæðið okkar í Rauðhelli. Áætlað er að viðbyggingin verði tilbúin í október á þessu ári. Mun viðbyggingin lagera allt ryðfrítt efni, ál og plast. Einnig er unnið að því þessa dagana að reisa rekka á útisvæðinu og fer allt bitastál í þá rekka.
Ný vefsíða í loftið

Ný vefsíða í loftið

 • Skrifað : 04 12, 2018
Nýverið uppfærðum útlitið og upplýsingar á vefsíðunni okkar. Nýja vefsíðan er snjalltækja væn þannig að hægt er að leita og skoða heimasíðuna jafnt í tölvum, farsímum eða öðrum snjalltækjum. Búið er að uppfæra vöruskránna á heimasíðu og tengja leitarvélina við hana til að einfalda leitir í vöruskránni. Vefsíðan er unnin í samvinnu fyrir Smartmedia.
Guðmundur Arason ehf er eitt af framúrskarandi fyrirtækjum Íslands
Fyrirtækið okkar Guðmundur Arason ehf er í hópi framúrskarandi fyrirtækja samkvæmt mati Creditinfo. Fyrirtækið er þar með í hópi 855 fyrirmyndarfyrirtækja sem þessa viðurkenningu hljóta, sem samsvarar um 2,2% skráðra fyrirtækja á Íslandi, en um 38.500 fyrirtæki eru skráð í hlutafélagaskrá.
Þorlákur Jóhannsson lætur af störfum
Í dag lét af störfum hjá okkur sá mikli meistari Þorlákur Jóhannsson. Hann hefur verið okkur frábær samstarfsfélagi, góður vinur og ómetanlegur viskubrunnur. Við óskum honum heilla og hlökkum til að sjá hann aftur sem fyrst í kaffi og vínarbrauði.
Við styrkjum Reykjavíkurleikana

Við styrkjum Reykjavíkurleikana

 • Skrifað : 02 12, 2018
Síðasta laugardag fór fram frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna í Laugardalshöllinni. Við lögðum Frjálsíþróttasambandi Íslands lið fyrir mótið og fengum við senda þessa skemmtilegu mynd af auglýsingunni okkar og keppanda í kúluvarpi. Ljósmynd: Sportmyndir.is
Heimsókn til erlendra birgja

Heimsókn til erlendra birgja

 • Skrifað : 02 05, 2018
Kári Geirlaugsson framkvæmdarstjóri og Eiður Arnar Pálmason deildarstjóri birgðarstöðvar okkar í Hafnarfirði eru í dag í heimsókn hjá birgjum í Silkiborg, Jótlandi.
Nýverið voru gerðar breytingar á skipulagi á skrifstofuteymi fyrirtækissins. Guðmundur Marteinn sem undanfarin ár hefur verið verkstjóri á lagernum í Skútuvogi hefur verið ráðinn afgreiðslustjóri. Tekur Guðmundur við starfi Róberts sem verður sölumaður. 
 Í dag eru þrjátíu ár frá því að Sigvaldi hóf störf hjá okkur. Takk fyrir árin þrjátíu og vonandi verða næstu þrjátíu jafn góð!

Lokum kl 16:00 föstudaginn 3.janúar

 • Skrifað : 02 02, 2017
 Vegna starfsmannafundar föstudaginn 3.janúar lokum við klukkan 16:00 öllum starfsstöðvum okkar.

Opnunartími yfir hátíðirnar

 • Skrifað : 12 23, 2016
Opnunartími Guðmundar Arasonar ehf yfir hátíðirnar er eftirfarandi:Þorláksmessa - opið frá 08:00 - 17:0027. desember - 30. desember 08:00 - 17:00Opnum aftur á nýju ári þann 2.janúar klukkan 08:00.
Nýverið tók til starfa hjá okkur Þór Guðmundsson og mun hann bætast í hóp sölumanna fyrirtækisins. Þór hefur mikla reynslu úr járnaiðnaðnum en áður starfaði hann sem innkaupastjóri Ferro Zink. Netfang hans verður thor@ga.is Við bjóðum Þór velkominn í hóp starfsmanna okkar!

ALUZINK - ALUZINK - ALUZINK - ALUZINK

 • Skrifað : 12 14, 2016
 Vorum að fá stóra sendingu af Aluzink plötum.Þær eru í eins tonna búntum og í stærðinni 0,6x1250x3000mm
 Erum að fá á lager kaldbeygðar ryðfríar skúffur 40*40*40*3mm. Erum einnig með á lagernum í Hafnarfirði mikið magn af ryðfríum snittuðum og ósnittuðum fittings.
Vinklar og prófílar úr 316 efni

Vinklar og prófílar úr 316 efni

 • Skrifað : 11 10, 2016
 Höfum aukið við vöruúrval okkar í ryðfríu efni að undanförnu. Fengum í þessari viku m.a. vinkla og prófíla í 316 efni. Munum halda áfram á næstu vikum að bæta enn meira við vöruúrvalið!

Nýr sölumaður tekur til starfa

 • Skrifað : 10 12, 2016
 Í síðustu viku tók Eiður Arnar Pálmason til starfa sem sölumaður hjá Guðmundi Arasyni ehf. Eiður var síðast framkvæmdastjóri Íþróttafélagsins Þórs á Akureyri en áður en hann flutti sig þangað var hann sölumaður í yfir tíu ár í járniðnaðinum. Við fáum því reynslu mikinn sölumann til starfa.  Við bjóðum Eið velkominn í hóp starfsmanna okkar!

Opnunartími yfir hátíðirnar

 • Skrifað : 12 11, 2015
Opnunartími Guðmundar Arasonar ehf yfir hátíðirnar er eftirfarandi:Þorláksmessa - opið frá 08:00 - 17:00Aðfangadagur – Lokað 28. desember - 30. desember 08:00 - 17:00Gamlársdagur LokaðNýársdagur LokaðOpnum aftur á nýju ári þann 4.janúar klukkan 08:00.

Lokum klukkan 16:00 í dag

 • Skrifað : 12 07, 2015
 Í dag lokum við klukkan 16:00 og sendum starfsfólk okkar heim í öruggt skjól til sinna nánustu. Munið að fergja lausamuni og moka frá niðurföllum og tryggjum að félagar í Slysavarnafélagið Landsbjörg hafi sem minnst að gera í þessu óveðri.