Breytingar á opnunartíma

  • Skrifað : 01 16, 2020
Í síðustu kjarasamningum var samið um styttingu vinnuviku hjá félagsmönnum VR og er framkvæmd styttingarinnar samkomulag félagsmanna og atvinnurekenda á hverjum vinnustað fyrir sig, Vegna þessa mun skrifstofa GA hér eftir loka einni klukkustund fyrr á föstudögum, eða kl. 16:00. Aðra virka daga verður skrifstofan sem fyrr opin til kl. 17:00.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Starfsfólk Guðmundar Arasonar ehf. óskar viðskiptavinum og landsmönnum nær og fjær gleðilegrar jóla og farsældar á komandi ári.
Opnunartími Guðmundar Arasonar ehf yfir hátíðirnar er eftirfarandi: Aðfangadagur – Lokað Opið 27. desember frá 08:00 - 17:00 Gamlársdagur Lokað Nýársdagur Lokað Opnum aftur á nýju ári þann 02.janúar klukkan 08:00.
Guðmundur Arason ehf. hlaut viðurkenningu jafnvægisvogar, hreyfiaflsverkefnis FKA 2019
Anna Jóhanna Guðmundsdóttir forstjóri GA smíðajárns skrifaði fyrir ári síðan undir viljayfirlýsingu jafnvægisvogarinnar um að fyrirtækið myndi leitast við að auka vægi kvenna í stjórnendastöðum. Fyrirtækið réðst í þetta verkefni í þeirri von að vera fyrirmynd og hvatning til kvenna. Er GA smíðajárn var stofnað árið 1970 störfuðu eingöngu karlmenn við fyrirtækið enda stofnað á grunni járnsmíðaverkstæðis. Í dag er kona æðsti stjórnandi fyritækisins. Við þökkum FKA fyrir þessa viðurkenningu sem vonandi reynist konum hvatning til að láta til sín taka í stjórnendastöðum og hafa áhrif til framtíðar.
Guðmundur Arason ehf. flytur úr Skútuvogi í Rauðhellu, Hafnarfirði
Vegna flutninga á efni úr Skútuvoginum í Rauðhellu 2, Hafnarfirði, má búast við röskun á starfsemi fyrirtækisins á næstunni. Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum er gætu komið upp. Við vonum að okkur verði sýndur skilningur meðan á þessu stendur.
Eiður Arnar færir sig til Akureyrar

Eiður Arnar færir sig til Akureyrar

  • Skrifað : 10 04, 2019
Eiður Arnar Pálmason færði Gunnlaugi Sverrissyni blóm og köku í tilefni af starfslokum hans á söluskrifstofu Guðmundar Arasonar ehf á Akureyri. Gunnlaugi eru þökkuð frábær störf fyrir félagið og honum óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Gunnlaugur Sverrisson lætur af störfum
Í dag lætur af störfum sökum aldurs Gunnlaugur okkar Sverrisson sem stýrt hefur söluskrifstofu Guðmundar Arasonar á Akureyri frá 2012.  Við óskum honum heilla og þökkum fyrir samstarfið!
Föstudaginn 2. ágúst næstkomandi verður GA Smíðajárn lokað frá hádegi. Við óskum viðskiptavinum okkar farsællar verslunarmannahelgar.

Framkvæmdastjóri GA 70 ára í dag

  • Skrifað : 05 15, 2019
Kári Geirlaugsson framkvæmdastjóri fagnar sjötíu ára afmæli sínu í dag 15. maí 2019.  Fulltrúi starfsmannafélagsins afhenti honum í  því tilefni blómvönd og gjöf frá starfsmannafélaginu.  
Föstudaginn 8.febrúar ætla starfsmenn Guðmundar Arasonar ehf að loka starfsstöðvum sínum klukkan 16:00 vegna þorrablóts starfsmanna. 
Vegna skipulagsbreytinga hefur verið ákveðið að frá og með 1.febrúar 2019 verða húsgagnarör og galvaneseruð vatnsrör lageruð og afgreidd frá starfsstöð okkar í Rauðhellu 2 í Hafnafirði.
Marel endurnýjar samning við Guðmund Arason ehf smíðajárn
Guðmundir Arason ehf hefur undanfarin tvö ár séð Marel fyrir öllu ryðfríu stáli fyrir framleiðslu sína hér á Íslandi. Þann  25.janúar sl. var skrifað undir endurnýjun samnings er fyrirtækin gerðu með sér til næstu tveggja ára. 
Guðmundur Arason ehf óskar viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og áramóta og þakkar viðskiptin á árinu sem er að líða. Vinsamlegast athugið að lokað er á aðfangadag og gamlársdag.   
Guðmundur Arason ehf er fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri
Viðskiptablaðið og Keldan eru nú í samtarfi um val á fyrirmyndarfyrirtækjum í rekstri. Í heildina komast ríflega 850 fyrirtæki á listann eða um 2% fyrirtækja landsins og er fyrirtækið okkar Guðmundur Arason ehf meðal þeirra fyrirtækja sem fá þessa viðurkenningu.   
Persónuvernd og öryggi því tengt er lykilatriði í starfsemi Guðmundar Arasonar ehf. Stefna fyrirtækisins er eftirfarandi: Fyrirtækið leggur áherslu á öryggi persónuupplýsinga starfsmanna og viðskiptavina. Farið verður með allar persónuupplýsingar í samræmi við lög og reglur um persónuvernd og úrvinnslu persónuupplýsinga.  

Lokum 14:00 föstudaginn 22.júní

  • Skrifað : 06 19, 2018
Lokum á föstudaginn klukkan 14:00 vegna landsleiks Íslands og Nígeríu ÁFRAM ÍSLAND
Uppbygging í Hafnarfirði

Uppbygging í Hafnarfirði

  • Skrifað : 05 03, 2018
Nú standa yfir framkvæmdir í útibúinu okkar í Hafnarfirði en til stendur að reisa 500 fermetra viðbyggingu við húsnæðið okkar í Rauðhelli. Áætlað er að viðbyggingin verði tilbúin í október á þessu ári. Mun viðbyggingin lagera allt ryðfrítt efni, ál og plast. Einnig er unnið að því þessa dagana að reisa rekka á útisvæðinu og fer allt bitastál í þá rekka.
Ný vefsíða í loftið

Ný vefsíða í loftið

  • Skrifað : 04 12, 2018
Nýverið uppfærðum útlitið og upplýsingar á vefsíðunni okkar. Nýja vefsíðan er snjalltækja væn þannig að hægt er að leita og skoða heimasíðuna jafnt í tölvum, farsímum eða öðrum snjalltækjum. Búið er að uppfæra vöruskránna á heimasíðu og tengja leitarvélina við hana til að einfalda leitir í vöruskránni. Vefsíðan er unnin í samvinnu fyrir Smartmedia.
Guðmundur Arason ehf er eitt af framúrskarandi fyrirtækjum Íslands
Fyrirtækið okkar Guðmundur Arason ehf er í hópi framúrskarandi fyrirtækja samkvæmt mati Creditinfo. Fyrirtækið er þar með í hópi 855 fyrirmyndarfyrirtækja sem þessa viðurkenningu hljóta, sem samsvarar um 2,2% skráðra fyrirtækja á Íslandi, en um 38.500 fyrirtæki eru skráð í hlutafélagaskrá.
Þorlákur Jóhannsson lætur af störfum
Í dag lét af störfum hjá okkur sá mikli meistari Þorlákur Jóhannsson. Hann hefur verið okkur frábær samstarfsfélagi, góður vinur og ómetanlegur viskubrunnur. Við óskum honum heilla og hlökkum til að sjá hann aftur sem fyrst í kaffi og vínarbrauði.